Snjall Hleðslustöð
Hleðslustöðvar mega ekki vera undanskilin á snjallheimilinu. Ávinningurinn felst í því að geta fylgst með hleðslunni á rafmagnsbílum og fá tilkynningu hvenær hleðslan hefst eða hefur verið lokið. Sumir rafmagnsbílar bjóða fram á svipaðra virknina en fyrir bílaflotann þar sem þessi þjónusta er ekki í boði er mikill kostur og hafa snjalla hleðslustöð sem getur frætt mann um ýmislegt. Í þessum pistill förum við yfir eina slíka og sýnum fram á hvernig við getum fengið allar upplýsingar inn í Home Assistant hússtjórnunarkerfið. Svo förum aðeins inn á það hvað þarf að hafa í huga varðandi uppsetningu og val á hleðslustöð ef hún á að vera kölluð snjallt.
Val á hleðslustöð
Þegar komið að því að velja hleðslustöð þá er margt sem þarf að hafa í huga. Það er orðið gríðarleg úrval á hleðslustöðum, söluaðilum og uppsetninga aðilum sem allir hafa sína "uppáhaldsstöð" sem þeir þekkja best. Það er gott að fara yfir nokkur mál við valinu.
- Traustur uppsetningaraðili sem þekkir stöðina út og inn og ber ábyrgð á fagmannlegu uppsetningu. Listi yfir samþykkta og löggiltra uppsetninga aðila má m.a. finna á heimasíðu SART
- Veðurþol fyrir íslenska aðstæður
- Hleðslugetu upp á 22KW. Kannski ekki alltaf nauðsynlegt þar sem margir bílar taka einungis 11KW. En betra að vera framtíðarhæft.
- Innbyggt WiFi til að tengja hana við heimanetið
- 4G. Þannig næ ég samband við hana þó að WiFi er ekki til staðar
- Aðgangsstýring í gegnum RFID lykil. Mjög mikilvægt ef við viljum ekki að allir geta hlaðið og maður þarf ekki alltaf að taka upp símann til að geta hlaðið
- App í símann fyrir Android og Iphone
- Stuðningur við Home Assistant
- Stuðningur fyrir álagsstýring ef á að setja upp fleiri en eina á sömu grein (t.d. fyrir fjölbýli)
- Orkumæling. Þannig vitum við betur hver raunkostnaðurinn er
Fyrir valið á hleðslustöð var hleðslustöð frá Eassee. Hún tikkaði í öll box hér að ofan
Samþætting við Home Assistant
Þegar stöðin var komin upp, var næsta skrefið auðvitað að koma upplýsingunum í Home Assistant. Eins og oft áður hefur einhver leyst þetta vandamál og birt tengingu við Easee appið sem er auðvelt í uppsetningu. Upssetnignarleiðbeiningar fyrir Home Assistant má finna á Gihub síðunni frá Niklas Fondberg. Eini pínulítli gallinn er sá að tengingin þarf að fara fara fram í gegnum skýjalausninni frá Easee. En uppsetningin gékk snúrlaust fyrir sig og þegar hún er virk þá getum við fengið alls konar upplýsingar inn í Home Assistant.
Að auki fáum við möguleiki að kalla á alls konar skipunum til að stjórna hleðslustöðinni beint úr Home Assistant.
Mikilvægasta aðgerðin hér er sennilega möguleikinn að hefja (start), hætta (stop) hleðslu og gera hlé (pause) á hleðslu beint úr Home Assistant. Til þess þurfum við að búa til skriftu sem kallar á þjónustuna easee.action_command
.
Við getum notað upplýsingarnar til að búa til falleg skjáborð eða búa til fallegt sýn fyrir hleðslustöðinni í núvernadi skjáborð. Ég nota oftast nær sveppa einingarnir þar sem mér finnst þá fallegast og eru afar einfalt í notkun.
Stöðugildi á íslensku
Eitt af því sem er frábært við Github, er að allir geta tekið þátt, hjálpast að, og gera góða hluti enn betra. Eitt sem fór aðeins í taugana hjá mér við Easee samþættinguna frá Niklas var að allar stöðumeldingar voru á ensku. Þannig tók ég mig til og bætti íslensku þýðinguna við. Með git/Github er einfalt að gera beiðni um breytingu á kóðanum (kallast pull request). Síðan er beiðnina með breytingunum samþykkt inn í kóða (það kallast merge) og með því njóta allir sem uppfæra sig í útgáfuna 0.9.53 íslensku þýðinguna.
Þar með hefur Snjallingur hjálpað öðrum notendum og njóta samþættinguna á íslensku.